Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jorginho: Þetta er tækifæri til að sanna mig
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Jorginho, sem er með ítalska ríkisborgararétt, gekk í raðir Chelsea síðasta sumar. Hann skipti yfir frá Napoli ásamt þjálfaranum Maurizio Sarri.

Þeir gerðu þokkalega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea en stuðningsmenn og stjórnendur voru ekki hrifnir. Sarri skipti því yfir til Juventus í sumar en Jorginho, sem hafði leikið undir stjórn Sarri í fjögur ár, varð eftir.

Jorginho segist vera ánægður undir stjórn Frank Lampard og lítur á þetta sem tækifæri til að taka ákveðinn stimpil af sér. Tækifæri til að sanna fyrir heiminum að hann sé ekki leikmaður Chelsea bara útaf því að Sarri vildi hann.

„Þetta var ómögulegt á síðasta tímabili. Stuðningsmenn Chelsea kvörtuðu undan mér og létu mig ekki í friði en núna er þetta búið að róast," sagði Jorginho.

„Ég sagði aldrei neitt og vonaði að stuðningsmenn tækju mig í sátt með tímanum. Það er loksins byrjað að gerast."

Jorginho er 27 ára og var afar eftirsóttur í fyrra. Josep Guardiola vildi ólmur fá hann til Manchester City en miðjumaðurinn ákvað að fylgja lærimeistara sínum til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner