Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 12:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Mun Hamren velja Birki og Emil?
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn verður fréttamannafundur hjá KSÍ þar sem Erik Hamren landsliðsþjálfari opinberar hópinn fyrir komandi landsleiki gegn heimsmeisturum Frakklands og Andorra.

Báðir verða leikirnir á Laugardalsvelli, 11. og 14. október.

Rætt er um hvort Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson verði í hópnum. Þeir voru í síðasta hóp, þrátt fyrir að vera án félags. Báðir eru þeir enn félagslausir.

„Getur Hamren varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri leikæfingu í landsliðshópinn?" spyr Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, í pistli sem birtist í morgun.

„Mér fannst áberandi í leiknum á móti Albönum þar sem Birkir og Emil voru báðir teknir af velli í síðari hálfleik að þá skortir leikæfingu og sérstaklega fannst mér Emil eiga erfitt uppdráttar enda langt um liðið síðan hann spilaði með félagsliði."

Þá segir Guðmundur að það verði spennandi að sjá hvort Birkir Már Sævarsson komi aftur inn í hópinn. Hjörtur Hermannsson lék sem hægri bakvörður gegn Albaníu en fékk mikla gagnrýni.

„Birkir hefur sjaldan stigið feilspor með landsliðinu og er enn þá besti kosturinn að mínu mati. Næstbesti kosturinn er Davíð Örn Atlason sem hefur spilað svo vel með Víkingum," skrifar Guðmundur Hilmarsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner