Það var haldinn fundur fyrir alla yngri flokka þjálfara Breiðabliks á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net var sá fundur fyrir um tveimur vikum síðan.
Fréttin hefur verið uppfærð
Á fundinum kynnti Alfreð Finnbogason, sem var kynntur sem tæknilegur ráðgjafi fótboltadeildar Breiðabliks þegar hann var kynntur til starfa fyrir rúmu ári síðan, mögulega nýja stefnu fyrir meistaraflokk karla.
Fréttin hefur verið uppfærð
Á fundinum kynnti Alfreð Finnbogason, sem var kynntur sem tæknilegur ráðgjafi fótboltadeildar Breiðabliks þegar hann var kynntur til starfa fyrir rúmu ári síðan, mögulega nýja stefnu fyrir meistaraflokk karla.
Á fundinum, sem varði í um tvo tíma, talaði Alfreð að hluta til um meistaraflokk karla. Talað var um að innleiða 'Goalunit', kerfi sem hefur unnið verið með í Svíþjóð. Eins og Fótbolti.net kemst næst þá var þessi nýja stefnan sú að yngja átti liðið og spila á fleiri ungum leikmönnum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var Halldór Árnason, þá þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, ekki á fundinum og vissi ekki af honum. Samkvæmt sömu heimildum hafði stjórn fótboltadeildar Breiðabliks og meistaraflokksráð ekki heldur vitneskju um fundinn og hafði stefnan ekki verið samþykkt.
Fundurinn átti eftir að draga dilk á eftir sér. Halldór var alls ekki sáttur við þennan fund og lét í sér heyra í kjölfar hans. Tveimur vikum og einum tapleik seinna voru dagar hans svo taldir hjá Breiðabliki. Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn nýr þjálfari Breiðabliks í gær.
Uppfært 14:17:
Eftir að fréttin var birt vildi Alfreð að það kæmi fram að engin stefna hefði verið kynnt á fundinum, heldur hafi verið um kynningu að ræða - og hún hafi verið um 15-20 mínútur.
„Það var engin stefna kynnt á fundinum, það var kynnt hvað Goalunit gerir, stöðuna á hópnum okkar og hvernig fótboltinn er að þróast. Ég var beðinn um að kynna hvað Goalunit væri og sýndi upplýsingar sem við fáum frá þeim. Það er ekkert sem ég sagði að við værum að fara gera hitt eða þetta."
Samkvæmt því sem kom fram á 433.is í dag eru í farvatninu breytingar á starfi Alfreðs eða hans starfstitli.
Athugasemdir