Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 11:00
Enski boltinn
„Eins og Gylfi væri með 30 tonn á herðunum í fyrra"
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær en hann hefur átt góða spretti á þessu tímabili.

„Mér finnst Gylfi hafa stigið hressilega upp síðustu 3-4 mánuði. Hann var augljóslega ekki að finna fyrir miklu trausti framan af í stjóratíð Carlo Ancelotti en nú er augljóst að hann er búinn að sannfæra Ancelotti um að hann sé rétti maðurinn til að vera á miðjunni og leiða liðið áfram," sagði Jón Júlíus Karlsson í þættnum í dag.

„Gylfi á misgóða leiki og maður getur ekki verið ósáttur þegar hann dettur stundum úr liðinu, maður skilur það," sagði Viðar Guðjónsson, stuðningsmaður Everton,

„Í fyrra var eins og hann væri með 30 tonn á herðunum og maður sér slíkt stundum á líkamstjáningunni hjá mönnum. Núna er eins og sú byrði sé ekki á honum. Hann er líka að spila oftar í sinni stöðu. Gylfi er mjög duglegur og góð fyrirmynd fyrir yngri stráka, hann er vinnusamur. Gylfi er á réttri leið."

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins en þar var rætt meira um Gylfa, vítaspyrnur hans, fyrirliðabandið, væntingar hjá stuðningsmönnum Everton og fleira.

Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir
Athugasemdir
banner
banner