Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. júlí 2018 15:25
Elvar Geir Magnússon
Neymar hefur skorað í nánast hverjum leik á árinu
Paulinho tók Neymar á háhest eftir markið.
Paulinho tók Neymar á háhest eftir markið.
Mynd: Getty Images
Brasilía er yfir gegn Mexíkó í 16-liða úrslitum HM en leikurinn er í fullum gangi í beinni á RÚV.

Neymar kom Brössunum yfir á 51. mínútu eftir glæsilega sókn sem hann hóf sjálfur. Á endanum skriðtæklaði hann knöttinn inn eftir fyrirgjöf frá Willian, sem hefur verið á eldi í leiknum.

Neymar er magnaður markaskorari eins og tölfræðin sýnir glögglega en hann hefur skorað 15 mörk í þeim 16 leikjum sem hann hefur spilað á almanaksárinu 2018.

Brasilíumenn eru af mörgum taldir sigurstranglegastir á HM nú þegar mörg stór nöfn eru úr leik. Mun Neymar standa uppi sem besti leikmaður mótsins?


Athugasemdir
banner
banner
banner