Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 15:19
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Aron Snær tæpur fyrir næsta leik
Aron Snær.
Aron Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriks­son, markvörður Fylkis, vonast til að ná næsta leik sem er gegn ÍA á laugardaginn.

„Ég er bólg­inn í kring­um hnéð og eins og staðan er núna er ég bara tæp­ur. Mark­miðið er að sjálf­sögðu að reyna spila um helg­ina og von­andi tekst það," segir Aron í samtali við mbl.is.

Aron fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik í sigurleik Fylkis gegn KA á sunnudaginn.

Kristófer Leví Sigtryggsson, 18 ára varamarkvörður Fylkis, kom þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Fylkir vann á endanum 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu.

Fylk­is­menn eru í fimmta sæti Pepsi Max-deild­ar­inn­ar með 15 stig eft­ir fyrstu tíu leiki sína.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner