Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2019 22:16
Magnús Már Einarsson
Nicklas Bendtner í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Bendtner í leik á Origo vellinum í fyrra.
Bendtner í leik á Origo vellinum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Nicklas Bendtner hefur samið við FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni.

Bendtner samdi við FC Kaupmannahöfn til áramóta en hann verður kynntur formlega á fréttamannafundi á morgun þar sem hann og þjálfarinn Stale Solbakken sitja fyrir svörum.

Hinn þrítugi Bendtner kemur til FC Kaupmannahafnar frá Rosenborg þar sem hann hefur spilað síðan 2017.

Bendtner var á mála hjá Arsenal frá 2005 til 2014 en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi í byrjunarliðinu.

Bendtner hefur einnig spilað með Birmingham, Sunderland, Juventus, Wolfsburg og Nottingham Forest á litríkum ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner