Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 03. maí 2019 14:03
Arnar Daði Arnarsson
Kolbeinn Finnsson í Fylki (Staðfest)
Kolbeinn Finnsson er kominn í Fylki.
Kolbeinn Finnsson er kominn í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finnsson hefur verið lánaður í Fylki frá Brentford. Þetta staðfesti Hrafnkell Helgason formaður knattspyrnudeildar Fylkis í samtali við Fótbolta.net.

Kolbeinn er ekki enn kominn með leikheimild með Fylki en unnið er að því að gera hann löglegan fyrir næsta leik Fylkis í Pepsi Max-deildinni sem fram fer á sunnudaginn þegar Skagamenn heimsækja Fylki í Árbæinn.

Kolbeinn er 19 ára gamall og uppalinn hjá Fylki. Hann kemur til Fylkis frá Brentford í Englandi. Hann spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni sumarið 2015 áður en hann fór til Groningen í Hollandi.

Hann fór til Brentford, sem er í Championship-deildinni á Englandi, síðasta sumar og þar hefur hann verið að spila með B-liði Brentford.

Hann getur bæði leikið sem miðjumaður og kantmaður.

Hann gerir lánsamning við Fylki til 1. júlí en framhaldið eftir það verður skoðað þegar að því kemur.

Þú getur keypt Kolbein í þitt Draumalið fyrir 7,5 milljónir!


Athugasemdir
banner