Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 28. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Verða sætaskipti á toppnum?
Real Madrid á útileik gegn Girona
Real Madrid á útileik gegn Girona
Mynd: EPA
Fjórtánda umferðin í spænsku deildinni fer fram um helgina, en erkifjendur Barcelona og Real Madrid gætu skipst á sætum.

Barcelona, sem er í öðru sæti, mætir Deportivo Alaves á morgun klukkan 15:15, en Börsungar geta tekið toppsætið af Real Madrid sem á ekki leik fyrr en á sunnudag.

Madrídingar heimsækja þá Girona sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Atlético Madríd spilar við nýliða Real Oviedo annað kvöld klukkan 20:00 og þá mætir Real Sociedad, lið Orra Steins Óskarssonar, Villarreal klukkan 13:00 á sunnudag. Orri Steinn er að glíma við meiðsli og verður því ekki með.

Sevilla og Real Betis mætast í borgarslag í Seville-borg klukkan 15:15 á sunnudag og því nóg af skemmtilegum leikjum í þessari umferð.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
20:00 Getafe - Elche

Laugardagur:
13:00 Mallorca - Osasuna
15:15 Barcelona - Alaves
17:30 Levante - Athletic
20:00 Atletico Madrid - Oviedo

Sunnudagur:
13:00 Real Sociedad - Villarreal
15:15 Sevilla - Betis
17:30 Celta - Espanyol
20:00 Girona - Real Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner