Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. maí 2020 22:23
Brynjar Ingi Erluson
„Shelvey gæti auðveldlega spilað fyrir Barcelona"
Jonjo Shelvey fagnar marki gegn West Ham
Jonjo Shelvey fagnar marki gegn West Ham
Mynd: Getty Images
Matt Ritchie, leikmaður Newcastle á Englandi, heldur því fram að liðsfélagi hans, Jonjo Shelvey, gæti auðveldlega spilað fyrir Barcelona á Spáni.

Shelvey er alinn upp hjá Charlton en hann var keyptur til Liverpool árið 2010 þegar hann var aðeins 18 ára gamall.

Hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var seldur aðeins þremur árum síðar til Swansea. Árið 2016 keypti Newcastle hann á 12 milljónir punda þar sem hann er í lykilhlutverki í dag.

„Ég hef sagt við hann oft og mörgum sinnum að ef hann myndi skrúfa hausinn á sig og einbeita sér að fótbolta og gleyma golfinu þá myndi hann ná lengra. Hann er klikkaður. Hann spilar golf þrisvar í viku og ég hef sagt við hann að hann getur ekki gert þetta," sagði Ritchie í hlaðvarpsþættinum In The Box.

„Hann er ótrúlegur leikmaður. Ég hef verið í Newcastle í fjögur ár og ég held að ég hafi kannski séð hann vera tíu sinnum inn í reit þegar við erum á æfingum. Hann er það góður að senda boltann og við tökum reit á hverjum degi!"

„Hann er með náttúrulega hæfileika að sjá sendingar, taka við boltum og spila honum. Hann hefur auðvitað fært sig á milli félaga og endaði hjá Newcastle. Ég segi samt við hann reglulega að ef hann væri með hausinn skrúfaðan á þá væri hann að spila hjá Barcelona,"
sagði Ritchie.
Athugasemdir
banner
banner