Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Skallaði Henderson en slapp við rautt
Englendingar ekki sáttir
Gula spjaldið fór á loft.
Gula spjaldið fór á loft.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í leik Englands og Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM í Rússlandi og er staðan markalaus.

Englendingar hafa verið ívið sterkari án þess þó að skapa sér mikið af góðum marktækifærum.

Það athyglisverðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum var þegar Wilmar Barrios, miðjumaður Kólumbíu, skallaði kollega sinn hjá England, Jordan Henderson.

Henderson lá eftir í skamma stund en stóð svo upp.

Dómari leiksins, Bandaríkjamaðurinn Mark Geiger, gaf Barrios gula spjaldið en Englendingar hefði viljað fá annan lit á spjaldið. Hefði þetta mögulega átt að vera rautt?













Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner