Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard ekki sannfærður um Pulisic
Christian Pulisic er geymdur á bekknum.
Christian Pulisic er geymdur á bekknum.
Mynd: Getty Images
Ferill Christian Pulisic hjá Chelsea fer ekki vel af stað en hann hefur verið límdur við bekkinn undanfarnar vikur.

Pulisic var keyptur frá Borussia Dortmund á 58 milljónir punda en þessi 21 árs bandaríski landsliðsmaður viðurkennir að það sé pirrandi að fá ekki að spila.

„Tímabilið er nýfarið af stað en það eru vísbendingar um að Lampard sé ekki sannfærður um Pulisic. Chelsea stjórinn hefur sagt bandaríska leikmanninum að hann verði að bæta sig á æfingum," segir Jacob Steinberg, íþróttafréttamaður Guardina.

„Lampard vantar ekki kosti sóknarlega og frammistaða Mason Mount hefur fært Pulisic aftar í goggunarröðina. Þá kann Lampard að meta reynsluna sem Pedro og Willian búa yfir."

„Endurkoma Callum Hudson-Odoi flækir málin enn frekar fyrir Pulisic. Hudson-Odoi er þremur árum yngri en Pulisic, kom inn gegn Grimsby í deildabikarnum og skoraði. Hudson-Odoi kom inn og skapaði mark Willian í sigrinum gegn Brighton," segir Steinberg.

Bandarískir sparkspekingar og fjölmiðlar hafa gagnrýnt litla noktun Lampard á Pulisic hingað til. Steinberg segir að sjálfur þurfi Pulisic að líta í eigin barm og stíga upp.
Athugasemdir
banner
banner