Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu geggjaða hálfleiksræðu Salzburg á Anfield
Mynd: Getty Images
Liverpool fékk gríðarlega skemmtilegt lið Salzburg í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og komust heimamenn þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik.

Hee-chan Hwang minnkaði muninn fyrir leikhlé en stemningin var ekki góð í klefa hjá Salzburg í hálfleik.

Jesse Marsch, þjálfari Salzburg, vakti sína menn til lífsins með geggjaðri hálfleiksræðu sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Lærisveinar hans mættu grimmir út í seinni hálfleikinn og voru búnir að jafna í 3-3 eftir stundarfjórðung. Mohamed Salah gerði sigurmark Liverpool skömmu síðar en leikmenn Salzburg geta gengið stoltir frá þessu verkefni.

„Í fyrsta lagi, hvað erum við búnir að brjóta oft á þeim? Kannski tvisvar. Þetta er ekki fokking æfingaleikur, við erum að spila í Meistaradeild Evrópu!" byrjaði Marsch.

„Koma svo strákar, við erum að sýna þeim alltof mikla virðingum. Alltof. Mikla. Virðingu. Eru þeir góðir? Já, en það þýðir ekki að við eigum að vera góðir við þá og sleppa því að tækla þá."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner