Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Verður Valgeir áfram í bakverðinum hjá HK?
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn öflugi Valgeir Valgeirsson spilaði sem hægri bakvörður þegar HK vann Aftureldingu 6-2 í Mjólkurbikarnum á fimmtudag. HK lánaði hægri bakvörðinn Birki Val Jónsson til Spartak Trnava í Slóvakíu í síðustu viku og Valgeir tók stöðu hans á fimmtudag.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leik gegn Fylki á dögunum að félagið stefni á að bæta við sig 2-3 leikmönnum í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði og einn þeirra gæti verið bakvörður.

„Þetta er bara lausn sem við höfum og höfum alltaf haft. Við gerðum þetta í fyrra líka. Hann spilaði nokkra leiki þarna í fyrra.
Það kemur í ljós á næstu dögum og vikum hvernig það þróast,"
sagði Brynjar Björn eftir leikinn á fimmtudag aðspurður hvort Valgeir verði áfram í hægri bakverði á næstunni.

Hinn 18 ára gamli Valgeir hefur verið frábær í sóknarleik HK á þessu tímabili en möguleiki er á að hann spili áfram í bakverðinum á næstunni.

„Valgeir, með alla sína kosti, hefur alla burði til að vera góður atvinnumannabakvörður," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina.

„Hann hefur spilað þessa stöðu með yngri landsliðunum og það var danskt félag að skoða hann í þessari stöðu. Ef þetta er hans framtíðarstaða þá er spurning hvort þeir vilji spila honum þarna ef þeir ætla að selja hann út. Það er ekkert að því að vera sóknarsinnaður bakvörður og koma mikið fram," sagði Ingólfur Sigurðsson í útvarpsþættinum.
Brynjar Björn: Var pínu órólegur á kafla
Bikaryfirferð - ÍBV og Fram að gera gott mót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner