Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wan-Bissaka dregur sig úr enska landsliðshópnum
Aaron Wan-Bissaka
Aaron Wan-Bissaka
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United á Englandi, hefur ákveðið að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undakeppni Evrópumótsins.

Wan-Bissaka, sem er 21 árs gamall, hefði getað spilað sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið en liðið mætir Búlgaríu og Kósóvó í undankeppni EM.

Hann samdi við Manchester United í sumar og er að berjast um stöðu við Trent Alexander-Arnold í enska landsliðinu en svo virðist sem hann þurfi að bíða eftir tækifæri sínu aðeins lengur.

Hann meiddist á æfingu enska landsliðsins og var sendur strax á æfingasvæði Manchester United til aðhlynningar en hann meiddist í baki.

Wan-Bissaka missir af báðum landsleikjunum og þá gæti hann misst af leik United gegn Leicester eftir landsleikjahléið.
Athugasemdir
banner
banner
banner