Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. október 2018 13:29
Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren: Fólk sem sagði mér að ég væri brjálaður
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundinum í dag.
Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í dag að fólk hefði sagt við sig að íslenska landsliðið væri á niðurleið þegar hann tók við.

Sjálfur segist Hamren ekki vera sammála því og að hann telji að velgengnin geti haldið áfram ef allir sýna samstöðu og þolinmæði.

„Þegar ég tók við liðinu var fólk sem sagði að ég væri brjálaður að taka þetta starf að mér. Ísland hefði notið velgengni, komist á HM og EM og nú væri leiðin niður á við. Ég held að margir Íslendingar séu á þessu líka. Ég er ekki sammála þeim! Við ætlum að fara á EM en við þurfum að gera það saman. Þjóðin þarf að vera við bakið á okkur," sagði Hamren.

„Okkar markmið er að komast á EM 2020 og komandi leikir hjálpa okkur að undirbúa okkur fyrir undankeppni EM."

Hamren tjáði sig einnig um síðustu verkefni, skellinn gegn Sviss og tapið gegn Belgíu.

„Það kom mér á óvart að við skyldum gefast upp í leiknum gegn Sviss. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við af íslenska liðinu. Liðsframmistaðan gegn Belgíu var betri en samt vantaði upp á, við þurfum að gera betur gegn svona sterkum liðum. Svona lið refsa þér fyrir slæmar ákvarðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner