Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. febrúar 2020 12:29
Elvar Geir Magnússon
Daníel Hafsteins: Tel að ég sé nægilega góður til að spila hérna
Daníel Hafsteinsson í leik með íslenska U21-landsliðinu.
Daníel Hafsteinsson í leik með íslenska U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Akureyringurinn Daníel Hafsteinsson var í viðtali hjá Fotbollskane í Svíþjóð en Íslendingavaktin þýddi viðtalið.

Daníel er tvítugur og fór frá KA til Helsingborgar í Svíþjóð síðasta sumar. Hann gerði þriggja og hálfs árs samning við félagið en spilaði aðeins samtals 110 mínútur í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég ætla að gera mitt allra besta. Ég mun ekki yfirgefa liðið. Mér líður vel hér, langar að spila hérna og tel mig vera nógu góðan til þess," sagði Daníel.

„Þegar ég kom hingað þá var tímabilið rétt rúmlega hálfnað og liðið skipti fljótlega um þjálfara, sem gerði það að verkum að það tók mig lengri tíma að kom­ast inn í hlut­ina. Það var margt sem ég þurfti að aðlagast; að búa einn, vera í nýju landi o.s.frv. Ég hafði áður búið alla mína ævi ásamt foreldrum mínum. Ég er enn að aðlagast, en mér líður strax vel hérna."

Daníel segist ekki hafa verið vonsvikinn með fá tækifæri á síðasta tímabili þar sem hann hafi verið að aðlagast betri fótbolta og öðru umhverfi.

Spurður út í fá tækifæri á síðustu leiktíð, svaraði hann:

„Auðvitað vildi ég spila meira. Ég var búinn að venjast því að vera byrjunarliðsleikmaður í nokkur ár, en vissi það ef ég myndi ekki spila mikið þá væri það aðlögunarferli. Ég er ekkert að stressa mig á þessu," segir Daníel.

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni þetta árið hefst í byrjun apríl.
Athugasemdir
banner
banner