Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. júní 2021 13:00
Aksentije Milisic
AS: Dortmund setur 200 milljón evra verðmiða á Haaland
Mynd: Getty Images
Samkvæmt spænska miðlinum AS, þá hefur Dortmund sett 200 milljón evra verðmiða á Erling Braut Haaland, eða 172 milljónir punda.

Þetta gerir félagið til þess að halda burt liðum á borð við Barcelona, Real Madrid, Manchester City, Manchester United, Chelsea og fleirum.

Þetta er stærsta fréttin á forsíðu AS en vitað er af áhuga City og United. Bæði lið eru að leita að framherja úr efstu hillu og þá vilja nýkrýndir Evrópumeistarar Chelsea einnig fá Haaland.

Þá mun Real Madrid einnig berjast um hann en einungis ef félaginu mistekst að fá Kylian Mbappe frá PSG.

Ef Haaland verður áfram hjá Dortmund á næsta tímabili þá kemur klásúla inn í spilin. Þá geta félögin fengið hann til liðsins fyrir einungis 70 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner