Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. september 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr ekki að spila með Lokeren - „Staðan ekki góð"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason hefur ekkert spilað fyrir belgíska liðið Lokeren í síðustu þremur leikum liðsins.

Ari var aðeins spurður út í þetta eftir æfingu íslenska landsliðsins í Schruns í Austurríki í dag.

„Ég veit það ekki (af hverju ég hef ekki spilað síðustu leiki). Staðan er ekki góð núna. Ég hef ekki fengið nein svör eða í þá áttina," sagði Ari Freyr við Fótbolta.net.

„Við höfum ekki verið að spila vel heldur, fyrsti sigurleikurinn kom í síðasta leik sem var mjög gott en þetta er ekki skemmtileg staða að vera í."

„Ég vona að þetta batni. Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum, þetta er fljótt að breytast."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Íslenska landsliðið er komið til St. Gallen í Sviss fyrir leikinn gegn heimamönnum á laugardag.

Fótbolti.net ferðaðist einnig til Sviss í dag. Fylgist með hér á síðunni!
Ari Freyr: Aðeins meiri fótbolti en ekkert kjaftæði heldur
Athugasemdir
banner
banner