Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. september 2018 08:28
Elvar Geir Magnússon
Viðar Örn: Væri mögulega í Frakklandi ef hann hefði ekki verið rekinn
Icelandair
Viðar í landsleik gegn Perú fyrr á árinu.
Viðar í landsleik gegn Perú fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir spjallaði við landsliðsmennina Jón Daða Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson í Innkasti frá Austurríki.

Þar sagði Viðar meðal annars frá skiptum sínum yfir í Íslendingaliðið Rostov í Rússlandi en Viðar skipti rétt fyrir lok gluggans á dögunum.

„Þetta er spennandi, þetta kom upp rétt fyrir lok gluggans. Það stefndi allt í að ég færi fyrr í glugganum en það kom upp röð atvika sem kom í veg fyrir það," segir Viðar.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Bordeaux í Frakklandi og væri mögulega hjá félaginu ef Gustavo Poyet hefði ekki verið rekinn eftir að ósætti kom milli hans og æðstu manna félagsins.

„Hefði okkar maður ekki verið rekinn þá hefði það verið möguleiki í stöðunni. Á tímabili var ég að vona að hann yrði ekki rekinn þegar þetta stóð tæpt," segir Viðar.

„Rostov lagði svo mikla áherslu á að fá mig og þetta var góð lending á endanum. Ég er sáttur. Þeir hljóta að vera rosalega hrifnir af Íslendingum. maður sér ekki oft lið fyllt svona af einni þjóð"

Rostov fer vel af stað í Rússlandi.

„Þetta lítur virkilega vel út hjá þeim og vonandi er ég að koma þarna til að hjálpa þeim í toppbaráttunni. Deildin er 30 leikir og mér lýst vel á þetta."

Viðar yfirgaf Maccabi Tel Aviv í Ísrael en í Innkastinu segist hann hiklaust mæla með því fyrir íslenska fótboltamenn að fara í ísraelska boltann.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner