Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. mars 2020 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Burnley og Tottenham: Dier byrjar
Eric Dier hoppaði upp í stúku eftir bikarleik gegn Norwich.
Eric Dier hoppaði upp í stúku eftir bikarleik gegn Norwich.
Mynd: Getty Images
Eric Dier er í byrjunarliði Tottenham í leik geg Burnley sem hefst klukkan 17:30. Dier komst í fréttirnar eftir bikarleik gegn Norwich á miðvikudaginn en þá rauk hann upp í stúku til að rífast við áhorfanda.

Áhorfandinn ku hafa verið með leiðindi við bróður Dier og það fór illa í leikmanninn.

Dier byrjar hjá Tottenham sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu.

Hjá Burnley er Jóhann Berg Guðmundsson ekki með. Meiðsli hafa leikið Jóhann Berg grátt á tímabilinu og er það alveg hrikalega leiðinlegt.

Fyrir leikinn er Burnley í 11. sæti og Tottenham í áttunda sæti. Tveimur stigum munar á liðunum.

Byrjunarlið Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Cork, Westwood, McNeil, Wood, Rodriguez.
(Varamenn: Hart, Long, Pieters, Lennon, Brownhill, Brady, Vydra)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Tanganga, Alderweireld, Dier, Sanchez, Vertonghen, Skipp, Ndombele, Lamela. Alli, Bergwijn.
(Varamenn: Gazzaniga, Aurier, Sessegnon, Fernandes, Winks, Lo Celso, Moura)
Athugasemdir
banner
banner
banner