Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír leikmenn Fiorentina og einn hjá Torino með veiruna
Mynd: Getty Images
Ítölsk knattspyrnufélög hafa fengið leyfi til að opna æfingasvæði sín fyrir einstaklingsæfingar leikmanna.

Félög þurfa að prófa leikmenn við veirunni reglulega og voru fregnir að berast af þremur sýktum leikmönnum og þremur starfsmönnum í herbúðum Fiorentina.

Fregnirnar berast nokkrum dögum eftir að leikmaður Torino greindist með veiruna. Sýktir einstaklingar hafa verið settir í einangrun á meðan aðrir halda æfingum áfram.

Stefnt er að hefja æfingar með hefðbundnu sniði síðar í maí og vonast Ítalir til að deildin geti farið aftur af stað í júní.

Fjöldi sýktra á Ítalíu fer lækkandi. Rétt tæplega 30 þúsund manns hafa látist þar vegna veirunnar.

Sýktu leikmennirnir hafa ekki verið nafngreindir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner