Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. júní 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Topplið Völsungs - Fram með fullt hús einnig
Úr leik hjá Haukum og Völsungs á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá Haukum og Völsungs á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fer mjög vel af stað.
Fram fer mjög vel af stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir í 2. deild kvenna í kvöld og Völsungur skellti sér á topp deildarinnar.

Húsvíkingar lögðu Einherja að velli, 1-0. Krista Eik Harðardóttir kom Völsungi yfir þegar 54 mínútur voru liðnar af leiknum. Vopnfirðingar gáfu toppliðinu alvöru leik en lokaniðurstaðan var 1-0.

Völsungur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og þær fara mjög vel af stað. Einherji er með eitt stig í tíunda sæti.

Fram er einnig með fullt hús stiga en þær unnu heimasigur gegn SR í kvöld. Þar var niðurstaðan 1-0, líkt og á Húsavík. Halla Þórdís Svansdóttir skoraði eina mark Fram snemma í seinni hálfleiknum.

Fram hefur farið afskaplega vel af stað og þær líta virkilega vel út. SR er í næst neðsta sæti án stiga. Fram er áfram í fjórða sæti.

Þá vann Fjölnir öflugan 3-1 sigur gegn ÍR á heimavelli. Staðan var 1-0 fyrir Fjölni eftir mark Söru Montoro á 14. mínútu. Svo bættu Hlín Heiðarsdóttir og Eva María Jónsdóttir við mörkum í seinni hálfleiknum áður en Shaneka Gordon minnkaði muninn í lokin.

Fjölnir er í fimmta sæti með níu stig og ÍR, sem hafnaði í neðsta sæti á síðustu leiktíð, er með þrjú stig í níunda sæti.

Völsungur 1 - 0 Einherji
1-0 Krista Eik Harðardóttir ('54)

Fram 1 - 0 SR
1-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('58)

Fjölnir 3 - 1 ÍR
1-0 Sara Montoro ('14)
2-0 Hlín Heiðarsdóttir ('54)
3-0 Eva María Jónsdóttir ('65)
3-1 Shaneka Gordon ('90)
Athugasemdir
banner
banner