Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Finn eiginlega til með Calvert-Lewin
Jordan Henderson
Jordan Henderson
Mynd: EPA
Jordan Henderson mætti aftur á völlinn í gær í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í febrúar en hann var ánægður að fá mínútur í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið.

Henderson hefur verið mikilvægur fyrir bæði England og Liverpool en hann meiddist í leik gegn Everton í febrúar.

Hann var í hópnum í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Crystal Palace en kom ekki við sögu.

Gareth Southgate valdi Henderson í lokahópinn fyrir EM en hann spilaði fyrsta leikinn í gær. Henderson fékk tækifæri til að koma sér á blað þegar brotið var á Dominic Calvert-Lewin innan teigs en Florian Nita sá við honum í markinu.

Calvert-Lewin átti að taka spyrnuna sjálfur en Henderson tók við boltanum og fór á punktinn. Southgate sagði í viðtali eftir leikinn í gær að Henderson hafi ekki átt að taka vítið.

„Ég er ánægður með að komast aftur á völlinn og fá 45 mínútur eftir allan þennan tíma frá. Þetta var mikilvægt bæði andlega og líkamlega að fá þessar mínútur," sagði Henderson.

„Ég hef klúðrað mikilvægri vítaspyrnum en þetta en ég er auðvitað vonsvikinn. Ég fann meira til með Dominic Calvert-Lewin, því hann lét mig fá boltann, en því miður náði ég ekki að skora. Ég er samt ekkert að stressa mig á þessu og er í raun bara ánægður með að vera mættur aftur á völlinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner