Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. febrúar 2020 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti um Evrópudeildarsæti: Það er markmiðið
Carlo Ancelotti vill Evrópudeildarsæti
Carlo Ancelotti vill Evrópudeildarsæti
Mynd: Getty Images
„Það besta við leikinn í dag voru úrslitin. Frammistaðan var ekkert spes," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir 3-1 sigurinn á Crystal Palace í dag en liðið er nú komið í baráttu um Evrópudeildarsæti eftir sigur dagsins.

Bernard, Richarlison og Dominic Calvert-Lewin komust allir á blað í leiknum og er Everton nú í 7. sæti deildarinnar og komið upp fyrir bæði Arsenal og Manchester United.

„Þetta var erfiður leikur og mikið af truflunum. Við náðum ekki að halda spennunni uppi. Richarlison var frábær í skyndisóknunum og það er ástæðan fyrir að við unnum," sagði Ancelotti.

„Fyrir vetrarfríið var mikilvægt fyrir okkur að ná í þrjú stig og við vissum að Palace er með gæði. Richarlison er frábær í skyndisóknunum og hann nýtti sér það í dag."

Theo Walcott meiddist í leiknum en Ancelotti segir Walcott afar mikilvægan og að það yrði þungt að missa hann.

„Það er enginn leikmaður í hópnum sem getur komið í stað Walcott ef við tölum um hæfileika. Sidibe gerði vel en hann er töluvert varnarsinnaðri en Walcott. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt en við vitum meira á morgun."

Það vakti mikla athygli að Djbril Sidibe, sem kom inná fyrir Walcottm var bara í einum sokk þegar hann var á leið á völlinn en Ancelotti furðaði sig á því.

„Þetta var algerlega ný reynsla fyrir mig að verða vitni að þessu," sagði Ancelotti ennfremur.

Everton er nú komið í baráttu um Evrópudeildarsæti og virðist það vera markmið liðsins.

„Það er markmiðið og frá því ég tók við liðinu þá hafa leikmennirnir gert frábærlega. Núna eigum við möguleika á því að hugsa um Evrópudeildina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner