Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. febrúar 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiddi um áhuga Kórdrengja: Spjallaði við Davíð - Fljúga alltaf sögur
Mynd: Breiðablik
Kristinn Steindórsson skrifaði í gær undir hjá Breiðabliki. Hann snýr aftur heim í Kópavoginn en hann lék síðast með Breiðabliki árið 2011.

„Þetta er mjög góð tilfinning, ákveðin nostalgía að mæta hérna á æfingar og að klæða sig í grænt aftur. Það kviknar ákveðin neisti í manni og ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu," sagði Kiddi meðal annars í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Fréttaritari spurði Kristin út í það hvort önnur lið hefðu heyrt í sér. Sú spurning kviknaði vegna umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær þar sem rætt var um að Kiddi væri á leið í Kórdrengi.

„Já það voru einhver önnur lið sem hringdu en ekkert sem fór út í neinar viðræður þannig séð," sagði Kiddi við Fótbolta.net í gær.

Fréttaritari spurði svo Kristin beint út í það hvort Kórdrengir hefðu sýnt áhuga: „Já ég heyrði aðeins í þeim. Ég spjallaði við Davíð (Smára Lamude) þjálfara en það fór ekki út í neinar viðræður. Það fljúga alltaf einhverjar sögur, þetta var ekki komið út í neinar samningsviðræður," bætti Kiddi við.
Athugasemdir
banner
banner