Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. mars 2020 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er ekki ásættanlegt"
Bernardo Silva í leiknum.
Bernardo Silva í leiknum.
Mynd: Getty Images
„Þetta var slæmur leikur fyrir okkur. Þetta er ekki ásættanlegt," sagði Bernardo Silva, miðjumaður Manchester City, eftir 2-0 tap gegn Manchester United í dag.

„Við byrjuðum ekki illa og vorum að spila nokkuð vel þangað til við fengum mark á okkur."

„Við vitum hversu góðir leikmenn Manchester United eru í skyndisóknum, mjög agressívir. Þannig að frammistaða okkar var ekki ásættanleg."

„Við verðum að horfa aftur á leikinn og hlusta á hvað Pep (Guardiola) hefur að segja. Lið eins og við getum ekki tapað svona mörgum leikjum. Við verðum að skoða hvað er í gangi og reyna að gera ekki svona mörg mistök."

Man City er áfram í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en Liverpool er núna aðeins tveimur sigrum frá titlinum.

Sjá einnig:
Pep aldrei tapað fleiri deildarleikjum á einu tímabili
Athugasemdir
banner
banner
banner