Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. apríl 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool hættir við Konate
Powerade
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir. Hér er slúðurpakki dagsins.



West Ham ætlar að gera allt sem hægt er til að kaupa Jesse Lingard frá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Sky Sports)

Manchester United er með 30 milljóna punda verðmiða á Lingard. (Mirror)

Arsenal hefur endurvakið áhuga sinn á Wilfried Zaha (28) hjá Crystal Palace. (90min)

Manchester City ætlar að reyna að gera nýja samninga við Phil Foden (20) og Raheem Sterling (26) áður en tímabilið klárast. (Eurosport)

Aðrar fréttir segja að City hafi sett samningaviðræður við Sterling á ís fram á sumar. Sterling á tvö ár eftir af samningi sínum. (Telegraph)

Manchester City ætlar ekki að reyna að fá Lionel Messi (33) fyrr en hann lýsir því yfir að hann ætli að fara frá Barcelona. (Marca)

Chelsea er að undirbúa 86,3 milljóna punda tilboð í Romelu Lukaku (27) framherja Inter ef Erling Braut Haaland (20) kemur ekki frá Dortmund. (Calciomercato)

Tottenham ætlar að reyna að kaupa danska varnarmanninn Jannik Vestergaard (28) frá Southampton þegar félagaskiptaglugginn opnar. (Express)

Liverpool hefur sagt RB Leipzig að félagið ætli ekki að kaupa varnarmanninn Ibrahima Konate (21) í sumar. (Bild)

Liverpool og Chelsea ætla að berjast um Ryan Gravenberch (18) miðjumann Ajax. Hjá Liverpool gæti hann fyllt skarð Georginio Wijnaldum (30) sem er líklega förum. (Express)

Barcelona hefur áhuga á Erik Garcia (20) varnarmanni Manchester City en félagið vill ekki bjóða honum jafn háan samning og stefnt var á í fyrra. (Marca)

Sothampton og West Ham hafa áhuga á Yangel Herrera (23) miðjumanni Manchester City en hann er á láni hjá Granada. (Goal)

Bayern Munchen hefur staðfest að Jerome Boateng (32) sé á förum þegar samningur hans rennur út í sumar. (Goal)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill halda Lucas Torreira (25) hjá félaginu en miðjumaðurinn vill fara til Boca Juniors. (Mirror)

Emi Buendia (24) miðjumaður Norwich gæti komið til Arsenal í sumar ef félagið nær ekki að kaupa Martin Ödegaard sem er á láni frá Real Madrid. (Express)
Athugasemdir
banner