Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. júní 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Lærisveinar Milos gerðu jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brommapojkarna 1 - 1 Mjällby
0-1 Taylor Silverholt ('60)
1-1 Aron Sanden ('90)

Lærisveinar Milos Milojevic hjá Mjällby hafa farið vel af stað í sumar en í dag gerðu þeir jafntefli gegn Brommapojkarna. Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliðinu.

Gestirnir frá Mjällby komust yfir á 60. mínútu með marki frá Taylor Silverholt. Markið var verðskuldað enda gestirnir búnir að vera talsvert betri aðilinn allan leikinn.

Heimamenn náðu þó að pota inn jöfnunarmarki á lokamínútunum. Aron Sanden skoraði með einu af tveimur skotum Bromma sem rötuðu á rammann.

Mjällby er í öðru sæti sænsku B-deildarinnar, með 25 stig eftir 12 umferðir. Norrby er í þriðja sæti með 20 stig og leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner