Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Andy Carroll sé í viðræðum við Newcastle
Mynd: Getty Images
Andy Carroll er í viðræðum um endurkomu til Newcastle. Þetta staðfestir Jim White, sem starfar fyrir Sky Sports og Talksport. White er aðalmaðurinn á gluggadeginum á Sky Sports.

Carroll er félagslaus eftir að samningur hans við West Ham rann út fyrr í sumar.

Andy Carroll er þrítugur og ólst upp hjá Newcastle. Hann var frábær fyrir Newcastle og var keyptur til Liverpool 2011 fyrir 35 milljónir punda. Hann náði sér ekki á strik hjá Liverpool og einkenndist tími hans hjá West Ham eftir það af meiðslum.

Talið er að Newcastle sé að skoða í hversu góðu líkamlegu standi Carroll er í. Hann vill ólmur komast aftur til Newcastle.

Það þarf ekki að klára þessi skipti áður en glugginn lokar klukkan 16 í dag þar sem Carroll er félagslaus.


Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner