Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 16:24
Magnús Már Einarsson
Tottenham fær Lo Celso á láni (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur fengið miðjumanninn Giovani Lo Celso á láni frá Real Betis á Spáni.

Tottenham á möguleika á að kaupa Lo Celso á 60 milljónir punda að lánssamningi loknum næsta sumar.

Lo Celso er sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til Betis á láni frá PSG í fyrra. Betis keypti Lo Celso síðan í sínar raðir í sumar eftir að hann skoraði sextán mörk í 45 leikjum.

Þessi 23 ára gamli leikmaður á 19 landsleiki að baki með Argentínu.

Lo Celso verður í treyju númer 18 hjá Tottenham á komandi tímabili en hann er annar leikmaðurinn sem félagið fær í dag á eftir Ryan Sessegnon sem kemur frá Fulham.

Athugasemdir
banner
banner