Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. september 2018 17:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þjóðadeildin: Íslandi slátrað í Sviss
Icelandair
Ísland sá aldrei til sólar gegn Sviss.
Ísland sá aldrei til sólar gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss 6 - 0 Ísland
1-0 Steven Zuber ('14 )
2-0 Denis Zakaria ('24 )
3-0 Xerdan Shaqiri ('53 )
4-0 Haris Seferovic ('67 )
5-0 Albian Ajeti ('70 )
6-0 Admir Mehmedi ('83)
Smelltu hér til að lesa beina textalýsingu

Íslenska landsliðið hóf leik í Þjóðadeildinni í dag þegar þeir mættu Sviss í St. Gallen. Strákarnir okkar vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en 6-0 tap var niðurstaðan.

Íslenska liðið byrjaði ágætlega og má segja að liðið hafi spilað nokkuð vel fram að því að Svisslendingar náðu forystunni á 14. mínútu þegar Steven Zuber hamraði boltann í netið.

Tíu mínútum síðar var staðan orðin enn verri þegar Denis Zakaria kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu Xerdan Shaqiri og staðan var 2-0 fyrir heimamönnum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Ekki batnaði frammistaða íslenska liðsins í seinni hálfleik, Xerdan Shaqiri átti aukaspyrnu sem endaði í netinu þegar seinni hálfleikur var 8 mínútna gamall. Rúmum tíu mínútum síðar versnaði staðan enn meira þegar Haris Seferovic skoraði fjórða mark heimamanna.

Þremur mínútum síðar skoraði Albian Ajeti fimmta mark heimamanna og þeir voru ekki hættir því Admir Mehmedi kom boltanum í netið á 83. mínútu, þetta mark reyndist vera lokamark leiksins.

Niðurstaðan því 6-0 sigur Sviss á Íslandi sem átti mjög dapran dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner