Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. febrúar 2020 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmót kvenna: Jafnt þegar Víkingur og Þróttur mættust
Ólöf Sigríður skoraði jöfnunarmarkið í gær.
Ólöf Sigríður skoraði jöfnunarmarkið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 2 Þróttur R.
1-0 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('15 )
2-0 Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('41 )
2-1 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('56 )
2-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('75 )

Fjögur mörk voru skoruð þegar Víkingur mætti Þrótti í Reykjavíkurmóti kvenna í gær. Þetta var lokaleikur riðilsins en á föstudagskvöld var ljóst að Fylkir vann A-riðilinn með fullt hús stiga.

Þróttur endaði riðilinn með fjögur stig í 4. sæti á meðan Víkingur krækti í sitt fyrsta og eina stig í gær og endar í 6. sætinu, neðsta sæti riðilsins.

Víkingur komst í 2-0 með mörkum Unnbjargar og Stefaníu en Elísabet og Ólöf svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik fyrir Þrótt.

Víkingur leikur í 1. deildinni á komandi leiktíð en Þróttur sigraði Inkasso-deildina á síðustu leiktíð og spilar í Pepsi Max-deildinni á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner