Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. febrúar 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Íslendingavaktin 
Rúrik safnaði 1,6 milljónum fyrir SOS-barnaþorpin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, gerði mikið góðverk á dögunum. Hann safnaði 1,6 milljónum króna fyrir SOS-barnaþorpin.

Upphæðin er ágóði af sölu á SOS-bolnum sem hannaður var í samstarfi við kantmanninn. Þetta kom fram á vef SOS-barnaþorpa en Íslendingavaktin vakti athygli á þessu.

Bolurinn var seldur í verslunum 66° Norður undir lok síðasta árs og var hann hannaður í samstarfi við Rúrik sem er velgjórðarsendiherra SOS-barnaþorpanna.

Rúrik birti mynd á Instagram og skrifaði undir hana: „Langar að þakka kærlega fyrir meiriháttar viðbrögð við bolnum sem seldur var til styrktar @sosbarnathorpin fyrir Jól. Bolurinn seldist upp og ágóðinn mun koma sér virkilega vel."



Athugasemdir
banner
banner