Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. febrúar 2020 12:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veðrið hefur áhrif víða - Frestað í Þýskalandi og Hollandi
Mynd: Twitter
Fyrr í dag var tilkynnt um að viðureign Manchester City og West Ham færi ekki fram vegna stormviðvörunnnar.

Þá var greint frá því að allir leikirnir í ensku kvenna Ofurdeildinni yrðu frestaðir.

Fregnir frá Þýskalandi eru svo þær að viðureign Mönchengladbach og Köln er frestað vegna veðurs.

Þá er ekki leikið í hollensku Eredivisie vegna veðurs. Fjórir leikir áttu að fara fram í dag.

Enn er stefnt að því að viðureign Bayern Munchen og RB Leipzig fari fram í Þýskalandi og Sheffield United gegn Bournemouth er enn á dagskrá ásamt viðureign Millwall og West Brom í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner