Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. júní 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Alexander-Arnold með þvílíka hæfileika"
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold kom inn í byrjunarlið enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Sviss í dag.

Hann lék allar 120 mínúturnar er England vann Sviss í vítaspyrnukeppni í leiknum um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Alexander-Arnold, sem er tvítugur, var að leika sinn sjötta A-landsleik fyrir England.

Hann hefur slegið í gegn með Liverpool og spilaði stórt hlutverk er liðið vann Meistaradeildina á nýliðnu tímabili.

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker var mjög hrifinn af frammistöðu Alexander-Arnold í dag.

„Þegar ég sé Alexander-Arnold spila þá er hann nánast alltaf bestur á vellinum. Hann var bestur í dag, langbestur. Þvílíkir hæfileikar sem hann er með," skrifaði Lineker á Twitter.

Þess má geta að Alexander-Arnold var einnig valinn maður leiksins af Sky Sports.

Sjá einnig:
Sjáðu þegar Pickford skoraði af miklu öryggi í vítakeppninni


Athugasemdir
banner