Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. júní 2019 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Ítalía kom til baka og lagði Ástralíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ástralía 1 - 2 Ítalía
1-0 Sam Kerr ('22)
1-1 Barbara Bonansea ('56)
1-2 Barbara Bonansea ('95)

Ástralía mætti Ítalíu í stórleik á HM kvenna í dag. Leikurinn fór skemmtilega af stað og kom Barbara Bonansea, sóknarmaður Ítala, knettinum í netið eftir aðeins tíu mínútna leik. Markið þó ekki dæmt gilt vegna millimeters rangstöðu.

Samantha Kerr, sóknarmaður Ástralíu, fiskaði vítaspyrnu á 21. mínútu og steig sjálf á punktinn en lét verja frá sér. Heppnin var þó með Kerr því Laura Giuliani varði boltann beint fyrir fætur hennar og eftirleikurinn auðveldur.

Staðan 0-1 í hálfleik en Bonansea var ekki lengi að jafna eftir leikhlé. Hún nýtti sér varnarmistök í liði Ástralíu, stal knettinum og lék á varnarmann áður en hún kláraði með marki.

Ástralía komst nálægt því að skora en þegar allt virtist stefna í jafntefli náði Bonansea að pota inn sigurmarki. Hún skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu af kantinum. Markvörður Ástralíu misreiknaði úthlaupið og kom engum vörnum við.

Brasilía og Jamaíka eru einnig í riðlinum og mætast klukkan 13:30, í beinni útsendingu á RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem Jamaíka fer á HM.

Ítalía á næst leik við Jamaíka og Ástralía keppir annan stórleik, í þetta sinn gegn Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner