Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. júní 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jose Enrique: Robertson er besti vinstri bakvörður í heimi
Mynd: Getty Images
Andy Robertson hefur reynst algjör lykilmaður í sterku liði Liverpool sem vann Meistaradeildina og náði í 97 stig í ensku úrvalsdeildinni.

Robertson spilaði 48 leiki á tímabilinu og hjálpaði með 13 stoðsendingum auk þess að vera traustur í varnarleiknum og mikilvægur í uppbyggingu sókna.

Jose Enrique var vinstri bakvörður Liverpool frá 2011 til 2016 og lék 99 leiki fyrir félagið. Hann hefur miklar mætur á Robertson og telur hann vera besta vinstri bakvörð heims um þessar mundir.

„Í veislunni eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sagði ég við Andy hvað mér finnst. Á þessu tímabili hefur hann verið besti vinstri bakvörður í heimi," sagði Enrique.

„Jordi Alba hefur líka verið góður en Robertson er búinn að vera ótrúlegur. Auk þess að leggja mikið upp þá er hann virkilega öflugur bæði í vörn og sókn. Að mínu mati hefur hann verið einn af bestu mönnum Liverpool í ár."

Jose Enrique sigraðist nýverið á krabbameini og var í goðsagnaliði Liverpool sem vann Borussia Dortmund í skemmtilegum leik í Hong Kong.
Athugasemdir
banner
banner
banner