Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Tielemans vildi ekki bíða eftir Manchester United
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans ákvað að ganga í raðir Leicester í gær frekar en að bíða og sjá hvort Manchester United myndi koma með tilboð.

Tielemans var á láni hjá Leicester á síðasta tímabili og félagið keypti hann á 40 milljónir punda.

Manchester United er að skoða miðjumenn þar sem Paul Pogba er líklega á förum.

Nafn Tielemans hefur verið nefnt hjá United og umboðsmaður hans vildi bíða og sjá hvort kallið kæmi frá Old Trafford.

Tielemans vildi hins vegar sjálfur ganga frá málum við Leicester strax en Sky Sports greinir frá þessu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner