Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. október 2018 12:45
Arnar Helgi Magnússon
Eitt ár síðan Ísland tryggði sig á HM
Icelandair
Leikmenn liðsins fagna á Ingólfstorgi.
Leikmenn liðsins fagna á Ingólfstorgi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eitt ár er í dag liðið síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti á Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fór í sumar.

Ísland mætti Kósóvó á Laugardalsvelli en sigur myndi endanlega tryggja sæti í lokakeppni HM. Leikurinn byrjaði rólega og það var ekki fyrr en á 40. mínútu leiksins sem að Gylfi Þór Sigurðsson braut ísinn og kom íslenska liðinu yfir.

Jóhann Berg tvöfaldaði síðan forystu Íslands á 68. mínútu og þar við sat. Í þann mund sem Harald Lechner dómari leiksins flautaði til leiksloka braust út mikill fögnuður í Laugardalnum og stuðningsmenn íslenska liðsins fylgdust með flugeldasýningu á vellinum.

Fjörið hélt áfram í miðbæ Reykjavíkur en þangað komu strákarnir okkar með rútu niður að Ingólfstorgi þar sem að landsþekktir listamenn tróðu upp.

1. desember var síðan dregið í riðla í Moskvu og eins og kunnugt er dróst liðið í svokallaðan dauðariðil með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.






Athugasemdir
banner
banner