Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. febrúar 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Höskuldur skoraði af vítapunktinum
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrir miðju.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark úr vítaspyrnu þegar Halmstad mætti Varberg í æfingaleik í gær.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Halmstad en Höskuldur jafnaði metin eftir að Varberg hafði komist yfir í leiknum.

Deildarkeppnin hefst ekki fyrr en í byrjun apríl svo að undirbúningstímabilið er í fullum gangi í Svíþjóð.

Í næstu viku hefst sænska bikarkeppnin en fyrsta umferðin er leikin í riðlum. Halmstad er með Östersund, Sirius og Karlstad í riðli. Efsta liðið úr hverjum riðli fer áfram í keppninni.

Halmstad missti af umspilssæti til að komast í efstu deild á síðasta tímabilið og leikur liðið því í Superettunni, önnur efsta deild í Svíþjóð.

Hér að neðan má sjá mark Höskuldar í gær.


Athugasemdir
banner
banner