Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert byrjaði í fjórða sigri AZ í röð
Albert á æfingu með íslenska landsliðinu.
Albert á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar að venju þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Albert hefur verið að standa sig vel með AZ og er búinn að eiga fast sæti í byrjunarliðinu undanfarnar vikur.

Hann byrjaði í dag og spilaði klukkutíma í þægilegum 2-0 sigri AZ á heimavelli.

Jordy Clasie, fyrrum leikmaður Southampton, kom AZ yfir eftir 13 mínútur og Dani de Wit gerði seinna markið á 66. mínútu eftir undirbúning frá Jesper Karlsson.

AZ hefur unnið fjóra leiki í röð og er í öðru sæti hollensku deildarinnar með 61 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner