Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. ágúst 2018 12:38
Elvar Geir Magnússon
Bruce með skilaboð til Grealish
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa.
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Aston Villa, hefur skorað á Jack Grealish að gleyma Tottenham og einbeita sér að því að skjóta Aston Villa aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Tottenham reyndi að fá Grealish í sumarglugganum en nýir eigendur Villa sögðu að enski miðjumaðurinn væri einfadlega ekki til sölu.

Bruce fór ekki leynt með það að Grealish hafi viljað fara í úrvalsdeildina og spila í Meistaradeildinni. Fyrr í sumar stefndi allt í að Grealish myndi yfirgefa Villa sem var í fjárhagsörðugleikum fyrir eigendaskipti.

En nú er búið að loka glugganum og Grealish býr sig undir leik Aston Villa gegn Wigan á morgun.

„Ég skil vonbrigði hans yfir því að spila ekki í efstu deild og Tottenham er ekki bara stórt lið hér á landi, liðið er í Meistaradeild Evrópu. En hann sættir sig við ákvörðun eigandans og mun vonandi hjálpa okkur að komast þangað sem við viljum og svo ná að uppfylla sinn metnað með okkur," segir Bruce.

„Nýi eigandinn gerði það ljóst að hann hlustaði ekki á tilboð í Grealish. Hann vildi ekki missa stjörnuleikmann sinn, hann vill byggja liðið í kringum hann og önnur félög verða að virða það líka."

„Jack hefur verið magnaður og sýnt félaginu virðingu, félaginu sem hans fjölskylda styður. Hann hefur verið hérna síðan hann var sex ára gamall."
Athugasemdir
banner
banner