Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. ágúst 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Defoe ætlar að verða einn af fimm markahæstu í sögunni
Skilar alltaf mörkum.
Skilar alltaf mörkum.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, framherji Bournemouth, segist stefna á að ná á lista yfir fimm markahæstu leikmennina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 35 ára gamli Defoe er í dag sá sjöundi markahæsti í sögunni með 162 mörk.

Defoe er marki á eftir Robbie Fowler og 14 mörkum á eftir Thierry Henry. Hann ætlar að ná þeim báðum og komast á topp fimm listann þar sem Frank Lampard (177), Andy Cole (187), Wayne Rooney (208) og Alan Shearer (260) sitja.

„Þegar ég var barn þá var ég með þráhyggju fyrir mörkum. Ég vissi að það yrði sérstakt ef ég myndi ná að skora eitt mark í ensku úrvalsdeildinni," sagði Defoe.

„Þegar ég hætti að spila þá þyrfti ég að klípa sjálfan mig til að trúa því ef ég verð einn af fimm markahæstu leikmönnunum í sögu úrvalsdeildarinnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner