Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. ágúst 2018 19:00
Gunnar Logi Gylfason
Modric staðráðinn í að fara til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Luka Modric, miðjumaður Evrópumeistara Real Madrid, er staðráðinn í að ganga til liðs við Inter Milan á Ítalíu samkvæmt Sky.

Þrátt fyrir það heldur Modric, sem leiddi lið Króatíu í úrslitaleik HM í sumar, áfram að æfa með Real fyrir UEFA Super Cup leikinn gegn Atletico Madrid, þar sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar mætast.

Stjórnarmenn hjá Real Madrid eru sagðir vera spenntir fyrir því að fá Thiago Alcantara frá Bayern München ef af skiptum Modric til Ítalíu verður.

Modrid var valinn besti leikmaður Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar.

Félagaskiptaglugginn í Evrópu er opinn út mánuðinn og hafa liðin því enn nægan tíma til að ganga frá kaupum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner