Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2019 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perisic er á leið til Bayern
Mynd: Getty Images
Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að króatíski kantmaðurinn sé á förum frá Inter og að hann sé að ganga í raðir Bayern München í Þýskalandi.

Perisic er að færast nær Bayern og mun hann fara þangað á láni. Bayern mun borga 5 milljónir evra fyrir lánssamning og fá möguleikann á því að kaupa hann á 20 milljónir evra.

Félagaskiptaglugginn í Þýskalandi lokar ekki fyrr en í byrjun september.

Svo virðist sem hinn þrítugi Perisic sé ekki í plönum Antonio Conte, stjóra Inter. Perisic hefur leikið með Inter frá 2015, en hann var sterklega orðaður við Manchester United á sínum tíma.

Bayern hefur titilvörn sína í Þýskalandi um næstu helgi á heimavelli gegn Hertha Berlín.

Króatíski sóknarmaðurinn Mario Mandzukic hefur einnig verið orðaður við Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner