Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2019 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Gerðum mikið af mistökum
Mauricio Pochettino ásamt Tanguy Ndombele í leiknum í dag
Mauricio Pochettino ásamt Tanguy Ndombele í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ósáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn bætti upp fyrir það.

Tottenham lenti undir í leiknum og átti liðið erfitt með að fóta sig í þeim fyrri en það kom allt annað lið út í þeim síðari og skoraði liðið þrjú mörk og landaði sigri.

„Við fengum mark á okkur snemma í leiknum þrátt fyrir góða byrjun, fengum nokkur færi en fengum mark á okkur eftir fyrstu háu sendinguna í leiknum," sagði Pochettino.

„Það var ruglingur í gangi og það eru mín mistök. Ég er stjórinn en við gerðum mörg mistök og gerðum ekki góða hluti í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleiknum löguðum við vandamálin og við vorum betri að staðsetja okkur og færðum boltann betur á milli en það er mikilvægt að byrja á sigri og það er enn mikil vinna framundan."

„Þegar allir leikmenn eru heilir þá er erfitt að ákveða byrjunarliðið því við erum með meira en 25 leikmenn og allir þurfa að skilja það að það er mikið af góðum leikmönnum í öllum stöðum. Við getum bara haft ellefu leikmenn inná."


Jan Vertonghen var ekki í liði Tottenham í dag en Pochettino ákvað að spila þeim Toby Alderweireld og Davinson Sanchez í vörninni.

„Það er alltaf ákvörðun þjálfarans og þjálfaraliðsins en eftir fimm ár þá spila ég leikmönnum sem eiga það skilið. Það var ekkert vandamál en ákvörðun mín í dag var að spila með Toby og Davinson til að hafa jafnvægi á liðinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner