Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 14:21
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Van Dijk er betri varnarmaður en Haaland er sem sóknarmaður
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool.
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher segir að Virgil van Dijk hafi að sínu mati verið besti maður vallarsins í 1-1 jafntefli Liverpool og Manchester City í gær.

Hann segir að hæfileikar Hollendingsins til að stýra vörninni hafi hjálpað hinum 21 árs gamla Jarell Quansah sem var við hlið hans að blómstra.

Hann líkir yfirburðum Van Dijk við yfirburði Erling Haaland sóknarlega.

„Haaland er besti sóknarmaður heims. Að mínu mati er Van Dijk á sama stalli þegar kemur að miðvörðum. Reyndar tel ég að Van Dijk sé betri miðvörður en Haaland er sem sóknarmaður,“ segir Carragher.

„Ef þetta var barátta besta miðvarðarins á móti besta sóknarmanninum þá hafði Van Dijk betur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner