Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. ágúst 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veit ekki hvenær Özil og Kolasinac snúa aftur
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann Newcastle 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var leikur í 1. umferð.

Mesut Özil og Sead Kolasinac voru ekki með Arsenal í dag, en óttast er um öryggi þeirra. Kolasinac og Özil lentu í hræðilegri lífsreynslu í lok júlí er tveir menn vopnaðir hnífum reyndu að ræna þá. Kolasinac barðist á móti og flúðu árásarmennirnir vettvang.

Leikmennirnir hafa ekki getað tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir tímabilið og voru ekki með gegn Newcastle í dag, en tveir menn voru handteknir fyrir utan heimili Özil á fimmtudag.

Þeir veittust þá að öryggisvörðum áður en kallað var til lögreglu en mennirnir voru handteknir á staðnum.

Unai Emery, stjóri Arsenal, var spurður út í tvímenningana eftir sigurinn á Newcastle. Hann er ekki viss um hvenær þeir muni snúa aftur.

„Ég veit ekki hvort þeir muni spila um næstu helgi gegn Burnley," sagði Emery.

Tileinkaði þeim sigurinn
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, tileinkaði sigurinn Özil og Kolasinac.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir þá eða fjölskyldur þeirra. Við gerðum okkar besta til að ná í sigurinn fyrir þá," sagði Xhaka.
Athugasemdir
banner
banner