Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í stórsigri Bolton
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton Wanderers sem vann 5-0 sigur á Oxford United í ensku C-deildinni í kvöld.

Jón Daði kom inn í byrjunarliðið fyrir Victor Adeboyejo, sem er að glíma við meiðsli og nýtti Íslendingurinn tækifærið.

Hann átti stóran þátt í fyrsta marki liðsins sem Nathaniel Ogbeta gerði og var þá almennt mjög líflegur í sóknarleik heimamanna.

Stuðningsmenn Bolton hrósuðu framherjanum í hástert á samfélagsmiðlum og töldu hann einn besta mann leiksins í kvöld.

„Böðvarsson verið ótrúlegur í kvöld,“ skrifaði einn á X og voru margir sammála.

Jón Daði fór af velli undir lok leiks í öruggum sigri og er Bolton áfram í 3. sæti með 74 stig, einu stigi frá Derby sem er í öðru sæti. Það verður blóðug barátta í síðustu átta leikjum tímabilsins þar sem liðin munu berjast um að komast beint upp í B-deildina.






Athugasemdir
banner
banner